Fara á forsíđu
Laugavegur, Kringlan, Smáralind, Akureyri, Selfoss

Prenta Teikningar á heimasíđu

picture

Manuel Martinez myndskreytir
Í hverjum mánuði leggjum við áherslu á þrjár vörur á heimasíðunni með aðstoð spænska listamannsins Manuel Martinez. 

Manuel vinnur aðallega á Spáni, en við hittum hann á námskeiði í Kaupmannahöfn og urðum svo spennt yfir hugmyndum hans og teiknistíl að við báðum hann um að teikna fyrir okkur. Að okkar mati sýna teikningar Manuels vörurnar okkar á enn skemmtilegri og glettnari hátt. 

Þú finnur líka teikningar eftir hann hér og þar í jólabæklingi Tiger.


picture

Manuel er fæddur í Madrid árið 1984. Hann lærði auglýsingahönnun og margmiðlun og er hönnunarstjóri hjá IgnitionK (Publicis Groupe) og hefur meira en 10 auglýsingaherferðir og sjónvarpsauglýsingar fyrir Orange í reynslubankanum. Hann hefur unnið til verðlauna og var meðal annars tilnefndur á Cannes 2011, vann Silver Sun í San Sebastian 2010 og Eye of Iberoamerica 2010.

Hann hefur einnig unnið sem myndskreytir fyrir Aron Denim, þar sem hann kom að hönnun á tveimur gallabuxnatískulínum. Hann hefur einnig unnið fyrir Rock4Japan Barcelona, Hero og Orange.


picture

Manuel er með afar skemmtileg og vinsælt vefblogg á spænska Bloger De Niro (blogerdeniro.blogspot.com), þar sem hann blandar saman teikningum og húmor. Auk þess starfar hann undir dulnefninu Medusas&Cerebros (Jellyfishes&Brains) (medusasycerebros.blogspot.com
(cargocollective.com/manuelmartinezsoler).

Manuel hefur unnið með Tiger síðan 2008.